Hjúkrunarfræðingar á Akureyri verr launaðir en kollegar í suðri Sveinn Arnarsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Hjúkrunarfræðingar á Sak þurfa að sætta sig við lægri laun en í borginni. vísir/auðunn Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Laun hjúkrunarfræðinga við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) eru lægri en laun kollega þeirra við Landspítala í Reykjavík. Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk, segir stofnunina ekki vera samkeppnishæfa um laun eins og staðan er núna.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í fjárlaganefnd.vísir/vilhelm„Laun okkar hjúkrunarfræðinga eru um sex til átta prósentum lægri en á þeim stofnunum sem við erum í samkeppni við. Skýringin er sú að við höfum brugðist við kalli um að bæta við aukahöndum vegna álags og því farið þá leið að ráða fleiri og ekki náð að fylgja launaþróuninni,“ segir Hildigunnur. „Því lögðum við ríka áherslu á það í samræðum við fjárlaganefndina að ef við eigum að eiga í samkeppni um hjúkrunarfræðinga þurfum við að laga þetta bil.“ Hildigunnur segir SAk þurfa á annað hundrað milljónir króna til að laga launabilið milli stofnananna. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í kjördæminu sem situr í fjárlaganefnd, er sammála því að úrbóta sé þörf. „Ég tek undir þetta, miðað við þau gögn sem við fengum fyrir jól, þá vantar um 165 milljónir króna. Það er augljóst að við þurfum að taka á þessu, við getum ekki haft þetta svona. Ég tel að sjúkrahúsið hafi setið eftir,“ segir Bjarkey. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir einnig mikilvægt að ríkisstofnanir landsins njóti sömu stöðu hvar sem þær eru á landinu. „Þetta er algjörlega ótækt að mínu mati. Ríkisstofnanir hér á landi eiga að búa við jafnræði óháð staðsetningu. Því legg ég ríka áherslu á að þetta verði lagfært.“ Um átta hundruð til þúsund menntaðir hjúkrunarfræðingar starfa utan greinarinnar. „Það er mín skoðun að við þurfum að hækka laun til að draga þessa hjúkrunarfræðinga að,“ segir Hildigunnur. „Með því að fá meira fjármagn inn getum við lokkað inn til okkar unga hjúkrunarfræðinga því launin eru það fyrsta sem þarf að laga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira