Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 15:56 Tjónið er tilfinnanlegt en ekki bara er pelsinn verðmætur sem slíkur heldur hvarf með honum sími og hús- og bíllyklar. Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar. Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Óhætt er að segja að árið hafi ekki byrjað vel hjá Margréti Bjarnadóttur, sem fór að skemmta sér í gamlárspartí til að fagna nýju ári. Einhver gerði sér lítið fyrir og stal pelsi hennar. Vintage-pelsi, segir Margrét í samtali við Vísi. Og bara einn til þessarar tegundar. Margrét, sem er kokkanemi, segir hrikalegt að lenda í öðru eins og byrja nýja árið á að standa í þessu. Tjónið er tilfinnanlegt en í pelsinum voru húslyklarnir, bíllyklar síminn sem geymir dýrmætar myndir sem Margrét var ekki búin að taka afrit af, kort, leðurhanskar og fleira. Hún hefur auglýst eftir pelsinum á Facebook en án árangurs.Pelsinn er einstakur og getur vart gagnast nokkrum öðrum en eigandanum.Um var að ræða gamlárspartí sem haldið var í sal sem er við Fiskislóð 73, en salurinn er í eigu veitingastaðarins Kex. Veislan var sérstaklega skipulögð af sjálfum leikstjóra Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins, Arnóri Pálma Arnarsyni og var þar fríður flokkur saman kominn til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Þegar Vísir heyrði í Margréti var verið að reyna að afrita bíllykil fyrir hana. Hún segir að pelsinn hafi horfið eftir klukkan 05:10, en þá hafði hún sent sms. Þá var farið að týnast úr hópnum og margir á heimleið. Margrét telur ólíklegt að pelsinn hafi verið tekinn í misgripum, hann sé einstakur og hún hafi að auki auglýst sérstaklega eftir honum í Facebookhópnum þar sem boðað var til samkomunnar. „Já, finnst það ólíklegt. Þá hefði hann sennilega skilað sér í gær. En, maður veit aldrei.“ Margrét biður þá sem kunna hafa pelsinn í fórum sínum vinsamlegast um að koma honum til lögreglu eða á Kex. Hún hefur ekki enn komið því við að tilkynna hvarfið til lögreglu en gerir ráð fyrir því að gera það á morgun ef hann kemur ekki í leitirnar.
Lögreglumál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira