Ásmundur hyggst ganga Suðurkjördæmi enda á milli Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. janúar 2018 14:44 Ásmundur Friðriksson gekk fyrsta áfangann í gær. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi. Alþingi Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira