Brutust tvisvar inn í sama skóla og reyndu við þann þriðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2018 11:15 Salaskóli í Kópavogi. Kópavogur Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira