Gruna að glæpasamtök stundi innbrot á höfuðborgarsvæðinu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 14:55 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluvert hafi verið um innbrot í heimahús að undanförnu. Leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Lögreglan segir flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að skartgripum og peningum sé stolið á meðan önnur verðmæti séu látin ósnert. „Oftar en ekki virðast skartgripir og peningar á heimilum vera geymdir í svefnherbergjum og þangað hafa þjófarnir leitað. Þótt þjófavarnarkerfi séu á mörgum heimilum virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki staðsettir í eða við svefnherbergi og er það umhugsunarefni. Allt kapp er lagt á að reyna að upplýsa þessi mál og því viljum við rifja upp nokkur atriði, bæði í þeirri von hafa hendur í hári innbrotsþjófanna og ekki síður að koma í veg fyrir innbrot,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Enn fremur segir að ekki sé ósennilegt að sést hafi til þjófanna í einhverjum tilvikum. Því ítrekar lögreglan að fólk láti lögreglu vita um grunsamlegar mannaferðir og taki ljósmyndir ef slíkt sé mögulegt. Þar að auki geti fólk skrifað hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánast umhverfi þess. „Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða, hringja jafnvel dyrabjöllunni og þykjast vera að spyrja eftir einhverjum, og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan.“ Þá vill lögreglan minna á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá heimilum. Loka gluggum og jafnvel tilkynna nágrönnum þegar farið er að heiman. Sömuleiðis geti nágrannavarsla skipt sköpum þegar komi að því að upplýsa innbrot eða koma í veg fyrir þau. Þar að auki sé gott að kveikja útiljós þar sem þau séu til staðar. Slíkt einfaldi nágrönnum að sjá mannaferðir við hús. Upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal undantekningarlaust hringja í 112.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira