Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 12:00 Tyrkneskir hermenn hafa komið sér fyrir á landamærunum. Vísir/AFP Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira