Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2018 12:00 Tyrkneskir hermenn hafa komið sér fyrir á landamærunum. Vísir/AFP Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli. Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Tyrkneski herinn hóf í nótt stórskotaárásir á stöður Kúrda í Afrinhéraði í Sýrlandi. Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir Tyrkja gegn sýrlenskum Kúrdum vera í raun hafnar, hins vegar hafi engir af hermönnum þeirra eða þeim uppreisnarmönnum sem Tyrkir styðja stigið fæti inn í héraðið enn. „Öllum hryðjuverkahópum í norður Sýrlandi verður eytt. Það er eina leiðin,“ sagði ráðherrann Nurettin Canikli. Vopnaðar sveitir sýrlenskra Kúrda, sem kallast YPG, segja Tyrki hafa skotið um 70 skotum að þorpum Kúrda í héraðinu og skothríðin hafi byrjað um miðnætti. Tyrkir hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið og hafa eir jafnvel hótað því að reka Kúrda frá Manbij. Yfirvöld Tyrklands segja sýrlenska Kúrda tengjast Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi, sem hafa um árabil barist fyrir sjálfstæði í Tyrklandi, og vera hryðjuverkamenn. Forsvarsmenn YPG neita því að tengjast PKK og Bandaríkin og bandamenn þeirra sem veitt hafa Kúrdum mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu taka undir þá staðhæfingu.Ekki fyrsta innrásin Þetta yrði þó ekki í fyrsta sinn sem Tyrkir gera í raun innrás í Sýrland. Sumarið 2016 gerðu Tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn studdir af Tyrkjum innrás í norðurhluta Sýrlands til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar gætu sameinað yfirráðasvæði sín og náð tökum á gervöllum landamærum Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hafa nú safnað fjölda hermanna og skriðdreka við landamæri Afrinhéraðs. Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Bashar al Assad, forseta Sýrlands, sagði í gær að stjórnarherinn væri tilbúinn til að skjóta niður flugvélar Tyrklands verði þeim flogið inn í lofthelgi landsins. Ríkisstjórnin segist andvíg innrás Tyrkja í héraðið. Tyrkneskir embættismenn flugu þó til Rússlands í gær til að reyna að fá leyfi Rússa til að nota lofthelgi Sýrlands til árása gegn Kúrdum. Menn hafa einnig verið sendir til Íran. Rússar og Íranar styðja við bakið á Assad og hafa hjálpað stjórnarhernum að ná aftur tökum á stórum hluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Án ríkis í hundrað ár Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þegar Ottóman-veldið féll gerðu þáverandi heimsveldi upprunalega ráð fyrir ríki Kúrda, sem iðulega er nefnt Kúrdistan, í Sevres-samkomulaginu (finna má kort í hlekknum) árið 1920. Því var þó breytt þremur árum seinna, með Lausanne-samkomulaginu, og varð stærstur hluti landsins sem átti að verða Kúrdistan hluti að Tyrklandi. Kúrdar eru nú á stórum svæðum í Írak, Íran, Tyrklandi og í Sýrlandi, þar sem þeir hafa náð miklu yfirráðasvæði af ISIS-liðum. Talið er að á milli 25 og 35 milljónir Kúrda séu á því svæði, samkvæmt frétt BBC. Á síðustu hundrað árum hafa allar tilraunir Kúrda til að stofna eigið ríki verið kramdar af miklu afli.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira