Ekki er talið að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en beðið er eftir niðurstöðu réttarkrufningar um dánarmein.
Sjá einnig: Líkfundur í Öræfum
Farið var að grennslast fyrir um ferðir mannsins eftir að þjóðgarðsvörður hafði gert bílaleigu viðvart um að bifreið frá henni, Volkswagen Polo, 4 dyra, grá að lit, hafi staðið um einhvern tíma á bílastæðinu við Sandfell. Maðurinn mun hafa tekið bifreiðina á leigu til eins mánaðar þann 24. desember og síðast er vitað um ferðir hans í Skaftafelli þann 29. desember síðastliðin.
Hafi einhver orðið umræddrar bifreiðar var á tímabilinu frá 29.12.2017 til 15.01.18 er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.