Í hrömmum harmsins Sigríður Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2018 10:30 Kristín Þóra hefur á síðustu misserum sýnt að hún hefur allt sem þarf í krefjandi hlutverk. Mynd/Grímur Bjarnason Leikhús Medea Evrípídes Borgarleikhúsið Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Þýðing og leikgerð: Hrafnhildur Hagalín í samvinnu við Hörpu Arnardóttur Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Dan Kristjánsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lydía Katrín Steinarsdóttir og Hilmar Máni Magnússon Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Örlögin eru grimm en mannanna verk eru það líka og jafnvel verri. Í Medeu, eftir gríska leikskáldið Evrípídes, eru dimmustu afkimar manneskjunnar rannsakaðir og þess krafist að áhorfendur taki afstöðu. Eftir þriggja vikna seinkun og leikaraskipti var Medea frumsýnd nú á laugardaginn á Nýja sviði Borgarleikhússins en rýminu hefur verið umturnað í kringum sýninguna. Harpa Arnardóttir er þekkt fyrir tilraunakennd efnistök. Hún hikar ekki við að brjóta upp flæði sýningarinnar, leyfa þögnum að njóta sín og nálgast framsetninguna eins og innsetningu í myndlistargalleríi. Ekkert hlé er á sýningunni enda er leikhópurinn að fremja eins konar gjörning særðan upp úr brostnum hjörtum. Táknmyndirnar rísa hver af annarri upp úr rústum og röstum. Samstarf Hörpu og Hrafnhildar Hagalín hefur verið gjöfult í gegnum tíðina og hér heldur samstarfið góða áfram. Þýðing Hrafnhildar á verkinu er lipur, ljóðræn og taktföst án þess að vera of formleg. Þó að þær gefi Jason síðasta orðið er atriðið umvafið dulúð og kastar fram fleiri spurningum en það svarar. Lykillinn að leikverkinu er að koma áhorfendum í skilning um að flóttakonunni Medeu séu allar bjargir bannaðar og þó að hún fremji hina verstu höfuðsynd þá á hún engra annarra kosta völ. Slíkt er einungis á færi allra bestu leikkvenna enda hlutverkið gríðarlega krefjandi en Kristín Þóra hefur á síðustu misserum sýnt að hún hefur allt sem þarf. Kjarni verksins er hún og hann er kraftmikill, næmur og átakanlegur. Hjörtur Jóhann leikur Jason af mikilli sannfæringu, mann sem er svo viss um sjálfan sig að honum þykir fórnarkostnaður fyrrverandi konu sinnar fullkomlega eðlilegur í samhengi hlutanna. Uppgötvun Jasonar er umvafin þögn og trega sem Hjörtur Jóhann skilar afskaplega vel. En raddbeitingin er ójöfn og óþarflega leikræn á köflum. Edda Björg leikur fóstru Medeu, konu sem hefur fylgt henni alla tíð en er í raun ekkert nema þræll sem horfir á hegðun yfirstéttarinnar með skelfingu. Einræður hennar ramma verkið inn og þrátt fyrir hikandi byrjun, þá vex henni ásmegin í sýningunni. Jóhann Sigurðarson ber af í raddvinnu sinni, eins og honum einum er lagið. Kraftur hans er ótvíræður og áhrifamikill þó að söngatriðin standi upp úr. Arnar Dan nær ekki að stimpla sig nægilega vel inn í verkið en það er jákvætt að sjá ungan leikara fá tækifæri í slíkri sýningu. Lovísa Ósk semur dansinn og tekur virkan þátt í sýningunni sem bæði leikari og dansari. Dauðasena yfirstéttarmeyjarinnar var með bestu senum sýningarinnar. Um leikmynd og búninga sér Filippía I. Elísdóttir en leikmyndin er sérlega eftirminnileg, eins og sýningarpallur fyrir örlögin. Búningarnir eru þó helst til fyrirferðarmiklir fyrir leikarana sem og sumar hárkollurnar, sérstaklega þegar vatnið byrjar að streyma upp úr sviðinu. Tónlist sýningarinnar, samin af Valgeiri Sigurðssyni, er einkar vel heppnuð, þó að söngur einstaka leikara eigi aðeins eftir að slípast til, og skrúfuð alveg í botn í bland við flotta hljóðvinnu Garðars Borgþórssonar. Drunur hafsins óma undir ljúfum söng Stúlknakórs Reykjavíkur og Aurora og slá ákaft á hjartastrengina. Að sama skapi er ljósameistarinn Björn Bergsteinn Guðmundsson alveg í essinu sínu á Nýja sviðinu. Skær lýsing frá ljóskösturum sker sviðið upp og varpar köldu ljósi á orð persónanna sem þar dvelja. Á verstu stundum eru börn fórnarlömb í heimi sem fullorðnir og jafnvel foreldrar þeirra hafa smíðað. Þau fleyta vonum sínum líkt og pappírsbát á ólgusjó sem hinir fullorðnu kveikja síðan í. Að sama skapi hafa konur þurft að lúta regluverki feðraveldisins í árþúsund. Afleiðingarnar geta verið skelfingin ein. Kristín Þóra leiðir þennan leikhóp af einbeittum styrk og sýningin á bara eftir að verða betri. Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Myndrænn harmleikur fyrir okkar tíma. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Medea Evrípídes Borgarleikhúsið Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Þýðing og leikgerð: Hrafnhildur Hagalín í samvinnu við Hörpu Arnardóttur Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Dan Kristjánsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lydía Katrín Steinarsdóttir og Hilmar Máni Magnússon Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Valgeir Sigurðsson Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson Örlögin eru grimm en mannanna verk eru það líka og jafnvel verri. Í Medeu, eftir gríska leikskáldið Evrípídes, eru dimmustu afkimar manneskjunnar rannsakaðir og þess krafist að áhorfendur taki afstöðu. Eftir þriggja vikna seinkun og leikaraskipti var Medea frumsýnd nú á laugardaginn á Nýja sviði Borgarleikhússins en rýminu hefur verið umturnað í kringum sýninguna. Harpa Arnardóttir er þekkt fyrir tilraunakennd efnistök. Hún hikar ekki við að brjóta upp flæði sýningarinnar, leyfa þögnum að njóta sín og nálgast framsetninguna eins og innsetningu í myndlistargalleríi. Ekkert hlé er á sýningunni enda er leikhópurinn að fremja eins konar gjörning særðan upp úr brostnum hjörtum. Táknmyndirnar rísa hver af annarri upp úr rústum og röstum. Samstarf Hörpu og Hrafnhildar Hagalín hefur verið gjöfult í gegnum tíðina og hér heldur samstarfið góða áfram. Þýðing Hrafnhildar á verkinu er lipur, ljóðræn og taktföst án þess að vera of formleg. Þó að þær gefi Jason síðasta orðið er atriðið umvafið dulúð og kastar fram fleiri spurningum en það svarar. Lykillinn að leikverkinu er að koma áhorfendum í skilning um að flóttakonunni Medeu séu allar bjargir bannaðar og þó að hún fremji hina verstu höfuðsynd þá á hún engra annarra kosta völ. Slíkt er einungis á færi allra bestu leikkvenna enda hlutverkið gríðarlega krefjandi en Kristín Þóra hefur á síðustu misserum sýnt að hún hefur allt sem þarf. Kjarni verksins er hún og hann er kraftmikill, næmur og átakanlegur. Hjörtur Jóhann leikur Jason af mikilli sannfæringu, mann sem er svo viss um sjálfan sig að honum þykir fórnarkostnaður fyrrverandi konu sinnar fullkomlega eðlilegur í samhengi hlutanna. Uppgötvun Jasonar er umvafin þögn og trega sem Hjörtur Jóhann skilar afskaplega vel. En raddbeitingin er ójöfn og óþarflega leikræn á köflum. Edda Björg leikur fóstru Medeu, konu sem hefur fylgt henni alla tíð en er í raun ekkert nema þræll sem horfir á hegðun yfirstéttarinnar með skelfingu. Einræður hennar ramma verkið inn og þrátt fyrir hikandi byrjun, þá vex henni ásmegin í sýningunni. Jóhann Sigurðarson ber af í raddvinnu sinni, eins og honum einum er lagið. Kraftur hans er ótvíræður og áhrifamikill þó að söngatriðin standi upp úr. Arnar Dan nær ekki að stimpla sig nægilega vel inn í verkið en það er jákvætt að sjá ungan leikara fá tækifæri í slíkri sýningu. Lovísa Ósk semur dansinn og tekur virkan þátt í sýningunni sem bæði leikari og dansari. Dauðasena yfirstéttarmeyjarinnar var með bestu senum sýningarinnar. Um leikmynd og búninga sér Filippía I. Elísdóttir en leikmyndin er sérlega eftirminnileg, eins og sýningarpallur fyrir örlögin. Búningarnir eru þó helst til fyrirferðarmiklir fyrir leikarana sem og sumar hárkollurnar, sérstaklega þegar vatnið byrjar að streyma upp úr sviðinu. Tónlist sýningarinnar, samin af Valgeiri Sigurðssyni, er einkar vel heppnuð, þó að söngur einstaka leikara eigi aðeins eftir að slípast til, og skrúfuð alveg í botn í bland við flotta hljóðvinnu Garðars Borgþórssonar. Drunur hafsins óma undir ljúfum söng Stúlknakórs Reykjavíkur og Aurora og slá ákaft á hjartastrengina. Að sama skapi er ljósameistarinn Björn Bergsteinn Guðmundsson alveg í essinu sínu á Nýja sviðinu. Skær lýsing frá ljóskösturum sker sviðið upp og varpar köldu ljósi á orð persónanna sem þar dvelja. Á verstu stundum eru börn fórnarlömb í heimi sem fullorðnir og jafnvel foreldrar þeirra hafa smíðað. Þau fleyta vonum sínum líkt og pappírsbát á ólgusjó sem hinir fullorðnu kveikja síðan í. Að sama skapi hafa konur þurft að lúta regluverki feðraveldisins í árþúsund. Afleiðingarnar geta verið skelfingin ein. Kristín Þóra leiðir þennan leikhóp af einbeittum styrk og sýningin á bara eftir að verða betri. Sigríður JónsdóttirNiðurstaða: Myndrænn harmleikur fyrir okkar tíma.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira