Mögulega um saknæmt athæfi að ræða varðandi horfin sönnunargögn Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 19:26 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira