Mögulega um saknæmt athæfi að ræða varðandi horfin sönnunargögn Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 19:26 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Lögreglumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Lögreglumál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira