Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:00 Verð á laxi hefur farið lækkandi vegna aukins framboðs á heimsmarkaði. Vísir/Vilhelm Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira