Loftslagsbreytingar ógna heiminum sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 15:32 "Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari.“ Vísir/Getty Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári. Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Helstu ógnirnar sem steðja að viðskiptaheiminum eru loftslagsbreytingar, tölvuárásir, efnahagsvandræði og gereyðingarvopn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, birti í dag. Farið er um víðan völl í skýrslunni sem birt var fyrir fund ráðsins í Davos í Sviss í næstu viku. Þetta er annað árið í röð sem loftslagsbreytingar eru efst á listanum. Það sem helst er hægt að taka frá skýrslunni er að líklegustu og mögulega mestu ógnanirnar eru sambland af náttúruhamförum og tölvuárásum, hvort sem þær beinist gegn fyrirtækjum eða ríkjum. Þá hefur ógnunin sem heiminum stafar af náttúruhamförum færst í aukana. „Þetta er eftir ár sem einkenndist af stórum fellibyljum, öfgum í hitastigi og fyrstu hækkunar útblásturs koltvísýrings í fjögur ár. Við erum að ýta plánetu okkar að mörkunum og skaðinn er sífellt að verða augljósari,“ er skrifað í skýrsluna.Sérstaklega er bent á skemmdirnar sem fellibyljir og aðrir atburðir sem tengjast veðrinu hafa skilið eftir sig í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hafa styrkir óveðra í Norður-Ameríku færst í aukana og taka þeir sinn toll á daglegu lífi. Þar að auki komi þeir niður á efnahagslífi til skamms tíma og geti farið illa með heila efnahagi á löngum tíma með umfangsmiklum skemmdum á innviðum. Einnig er vísað til umfangsmikilla skógarelda í Bandaríkjunum, Chile og Portúgal. Minnst hundrað manns létu lífið í eldunum í Portúgal og hefur þeim fylgt mikill kostnaður. Þar að auki er tekið fram að hækkandi hitastig gæti komið verulega niður á landbúnaði í heiminum og gæti mögulega leitt til hungursneyða um heim allan. Höfundar skýrslunnar benda einnig á að tíðni tölvuárása gegn fyrirtækjum hafi næstum tvöfaldast á fimm árum. Kostnaður vegna þeirra hafi sömuleiðis aukist verulega. Þá er farið yfir það að aukin spenna hafi myndast í alþjóðastjórnmálum. Líkur á stríðum hafi aukist. Nærri því 93 prósent þeirra sem svöruðu könnun WEF sögðu líkurnar á átökum hafa aukist og að þær myndu aukast frekar á þessu ári.
Loftslagsmál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira