„Þetta er búin að vera mjög löng og erfið ákvörðun,“ sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en Hrafnhildur tilkynnti á dögunum að hún væri hætt keppni í sundi á stórmótum erlendis.
Hún var búin að ákveða það árið 2014 að hún ætlaði að hætta eftir Ólympíleikana 2016. Vegna frábærs árangurs þar ákvað Hrafnhildur að halda áfram.
„En þetta er bara komið að þeim tímapunkti að ég er í vinnu, í skóla og í sundi og þá get ég ekki gefið mig 100 prósent í sundið lengur.“
Túlka má úr þessum orðum Hrafnhildar að hún sé að segja það vanti peninga inn í hreyfinguna. Hún mótmælti því ekki.
„Það þarf meira utanumhald utan um sundmennina. Það er ekki hægt að vera atvinnumaður hérna heima.“
„Þegar ég var í Bandaríkjunum þá var þetta mjög þægilegt að geta einbeitt mér að sundinu,“ sagði Hrafnhildur skólinn sem hún nam við í Bandaríkjunum sá þá um útgjöldin.
Viðtal Arnars við Hrafnhildi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sport