Erlent

Morðið gæti flækt samskipti ríkja

Bryndís skrifar
Morðið á Ivanovic gæti haft pólitískar afleiðingar.
Morðið á Ivanovic gæti haft pólitískar afleiðingar. Vísir/Epa
Kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn til bana í borginni Mitrovica í gærmorgun.

Ivanovic var skotinn sex sinnum í bringuna af leyniskyttu og lést skömmu síðar á nærliggjandi sjúkrahúsi. Dauði Ivanovic, sem var einn þekktasti kósóvó-serb­neski stjórnmálamaðurinn, gæti flækt samskipti Serbíu og Kósóvó enn frekar.

Ivanovic var fyrrverandi ríkisstjóri Kósóvó og Metohija og var umdeildur þar sem hann var fyrir tveimur árum dæmdur fyrir stríðsglæpi gegn Albönum árið 1999. Dómnum var snúið við á efra dómsstigi.

Samskipti Kósóvó og Albaníu hafa lengi verið stirð en Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008 og hafa meira en 100 lönd viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Þar á meðal Ísland. Rússland og Serbía hafa ekki viðurkennt sjálfstæði ríkisins.

Í gær áttu að hefjast fyrstu formlegu viðræður fulltrúa Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og Pristina, höfuðborgar Kósóvó, í meira en ár. Ivanovic var einn helsti andstæðingur stjórnmálaflokks Serba í Kósóvó en hann gagnrýndi einnig opinberlega serbnesk stjórnvöld fyrir að styðja einungis Serba í kosningum í Kósóvó. James Ker-Lindsay, sérfræðingur í málefnum Suðaustur-Evrópu sagði við fréttastofu The Guardian að morðið á Ivanovic yrði líklega notað til þess að ná fram pólitískum ávinningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×