Sjaldan fleiri slasast illa eða látið lífið Baldur Guðmundsson skrifar 17. janúar 2018 06:00 Alvarlegt rútuslys varð í desember. Tveir eru látnir. Vísir/Vilhelm Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“ Samgönguslys Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nýliðið ár var eitt versta árið í umferðinni þegar horft er til alvarlegra meiðsla og dauðsfalla. Þegar saman er lagður fjöldi þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega voru það ríflega 200 manns, þar af létust 16. Aðeins árið 2016 var verra þegar horft er tíu ár aftur í tímann. Fjórðungi fleiri létust í umferðinni í fyrra en að meðaltali síðustu tíu árin. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá EuroRAP, samtökum 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu. Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, segir sorglegt að horfa til þess að því fjármagni sem veitt er til samgangna sé sjaldnast varið í að gera úrbætur á þeim vegum þar sem flest alvarleg slys verða á fólki. Einu undantekningarnar á því um þessar mundir séu framkvæmdir við Krýsuvíkurgatnamót annars vegar og ný hringtorg við Reykjanesbæ hins vegar. Samkvæmt nýrri úttekt EuroRAP á slysamestu vegum landsins á árunum 2009 til 2014 varð helmingur 462 alvarlegra slysa á vegarköflum sem telja 551 kílómetra. Á vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu, sem samtals telja 194 kílómetra, urðu 100 alvarleg umferðarslys á umræddu árabili, eða um fimmtungur allra alvarlegra slysa. Á samanlagðri Miklubraut og Hringbraut, ellefu kílómetra kafla, urðu 29 alvarleg umferðarslys á árunum 2009 til 2014. Hvergi voru slysin fleiri. Sá vegarkafli sem næstur kemur er Reykjanesbraut í þéttbýli. Þar urðu 20 alvarleg slys. Hellisheiði, Hafnarfjarðarvegur og Reykjanesbraut frá Kaplakrika að Keflavíkurflugvelli fylgja fast á eftir með 17 alvarleg slys. Þegar hættulegustu vegarkaflarnir hafa verið reiknaðir út frá fjölda alvarlegra slysa á tímabilinu, lengd þeirra og umferð kemur í ljós að Suðurfjarðarvegur, þar sem þjóðvegur 1 liggur nú, og Hringvegurinn frá Fellabæ að Upphéraðsvegi eru hættulegastir. Þar er áhættan miðað við umferðarmagn mjög mikil að mati EuroRAP. Á Grindavíkurvegi urðu 13 alvarleg slys á tímabilinu en á honum er áhættan mikil. Ólafur segir að með nýrri nálgun megi fækka alvarlegum slysum verulega. „Aðferðirnar og tölfræðin liggur fyrir. Núna snýst þetta bara um vilja og peninga.“
Samgönguslys Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira