Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. janúar 2018 12:12 Timothée Chalamet segist ekki vilja græða á hlutverki sínu í kvikmynd Woody Allen. Vísir/Getty Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30