Lífið

Eitt dýrasta hús landsins til sölu á 220 milljónir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1974 en tekið í gegn árið 2004.
Húsið var byggt árið 1974 en tekið í gegn árið 2004. Myndir/Lind Fasteignasala
Einbýlishús við Láland 1 í Fossvogi hefur verið sett á sölu. Ásett verð er 220 milljónir króna og hlýtur húsið því að teljast eitt það dýrasta á landinu.

Húsið er 502 fermetrar og byggt árið 1974, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis, en var tekið í gegn og endurnýjað árið 2004. Húsið er allt hið glæsilegasta en innréttingar eru sérsmíðaðar, arinn er í stofu, skjólgarður er í kringum húsið og heitur pottur í garðinum svo fátt eitt sé nefnt.

Húsið skiptist í sjö svefnherbergi auk skrifstofuherbergis, fjögur baðherbergi og þrjár stofur. Þá fylgir kaupunum 62 fermetra aukaíbúð með sérinngangi á neðri hæð.

Myndir af húsinu má sjá hér að neðan.

Húsið er heilir 502 fermetrar.Mynd/Lind fasteignasala
Tvær verandir eru við húsið, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis.Mynd/Lind fasteignasala
Gott skápapláss er í svefnherbergjum.Mynd/Lind fasteignasala
Sérsmíðaðar innréttingar eru í eldhúsinu.Mynd/Lind fasteignasala
Hér má sjá eitt fjögurra baðherbergja.Mynd/Lind fasteignasala
Arinninn tekur sig vel út í stofunni.Mynd/Lind fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.