Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi í nótt grunaður um líkamsárás og eignaspjöll.
Mun hann hafa verið ósáttur með mikinn samkvæmishávaða í íbúð auk láta sem eiga að hafa fylgt samkvæminu. Veittist hann að gestum og skemmdi bifreið.
Var maðurinn handtekinn um eittleytið í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Nóttin virðist að öðru leyti hafa verið róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var einn karlmaður handtekinn grunaður um þjófnað auk þess sem að nokkrir ökumenn voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
