Innlent

Misstu 2.477 úr þjóðkirkjunni á 92 dögum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir vígð sem biskup árið 2012.
Agnes M. Sigurðardóttir vígð sem biskup árið 2012. vísir/anton brink
Óvenjumargir sögðu sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur mánuðum ársins. Þá yfirgáfu samtals 2.477 þjóðkirkjuna en á móti gekk 231 í þetta langstærsta trúfélag landsins samkvæmt gögnum Þjóðskrár.

Af þeim sem skráðu sig úr þjóðkirkjunni eru 1.297, eða ríflega helmingurinn, fæddir á árabilinu 1981 til 2000. Þá eru talsvert fleiri karlar en konur í þessum hópi; 1.362 karlar á móti 1.045 konum. Af þeim sem yfirgáfu kirkjuna voru síðan 70 undir 15 ára og eru ekki greindir eftir kyni.

Nokkur mál þessa síðustu þrjá mánuði liðins árs virðast ástæða úrsagnahrinunnar. Í október sögðu 529 sig úr þjóðkirkjunni á tveimur dögum eftir ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um meðferð trúnaðargagna sem hefur verið lekið. Í desember spunnust heitar umræður í kjölfar ákvörðunar kjararáðs um launahækkanir til handa biskupi og prestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×