Fær að halda dælunum gangandi um sinn Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 15:15 Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. mynd/gunnhildur gísladóttir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri. Neytendur Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri.
Neytendur Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira