Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2018 19:30 Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira