Innlent

Reiknað með að Suðurlandsvegur verði lokaður til hádegis

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð rúmlega 10 kílómetra austan við Selfoss.
Slysið varð rúmlega 10 kílómetra austan við Selfoss. Loftmyndir
Uppfært: Búið er að opna Suðurlandsveg fyrir umferð á ný.



Reiknað er með að Suðurlandsvegur verði lokaður til hádegis vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð við Bitru í Flóanum í morgun.

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi.

Hann segir að tveir bílar, sem komið hafi úr gagnstæðri átt hafi þar rekist saman. Einn maður var í hvorum bíll.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki kölluð út, en ekki hafa fengist upplýsingar um slys á fólki.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að slysið hafi orðið rétt vestan við Skeiðavegamót og sé nú hjáleið um Villingaholtsveg (305) og Urriðafossveg (302).

Uppfært 11:05: Búið er að opna Suðurlandsveginn í Flóahreppi, móts við Bitru, í Árnessýslu og er hann nú greiðfær allri umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Í tilkynnningu frá Vegagerðinni segir að hálka sé á Suðurlandsvegi og að unnið sé að hálkuvörn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×