Blómsturtíð barnanna hefst snemma Sigríður Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2018 12:00 Stefán Hallur Stefánsson og María Thelma Smáradóttir í Ég get hjá Þjóðleikhúsinu. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Ég get Þjóðleikhúsið – Kúlan eftir Peter Engkvist Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson Leikarar: María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson Búningar: Leila Arge Lýsing: Hermann Karl Björnsson Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Leikmunadeild: Högni SigþórssonMikið er um að vera í barnaleikhúsi höfuðborgarinnar þessa dagana en þrjár sýningar fóru á fjalirnar nú um helgina sem er ansi góð byrjun á nýju ári. Nú er röðin komin að Ég get sem fékk sinn frumsýningardag í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Aftur leitar Þjóðleikhúsið í ævintýrakistu Svíans Peters Engkvist en Lofthræddi örninn Örvar úr hans leiksmiðju vakti mikla lukku á síðasta leikári. Ég get er einhvers konar sambland af Samuel Beckett og Stubbunum, eins undarlega og það kannski hljómar. Orðasambönd og hreyfingar eru endurteknar með nokkrum uppbrotum en handritið snertir á samvinnu, þolinmæði og forvitni svo eitthvað sé nefnt. Atburðarásin er hægfara en er til þess gerð að leyfa yngstu leikhúsgestunum að gægjast varlega inn í töfraheim leikhússins. Björn Ingi Hilmarsson, sem leikstýrði einnig Lofthræddi örninn Örvar, stígur rólega til jarðar, passar upp á að hvert atriði njóti sín og skapar blítt andrúmsloft á sviðinu. Leikararnir eru einungis tveir en þeir taka á móti áhorfendunum um leið og gengið er í salinn. María Thelma Smáradóttir ber með sér lifandi útgeislun sem skilar sér vel í sýningu á borð við þessa. Það er ekki á færi hvers sem er að leika í sýningu fyrir börn, sérstaklega í svona miklu návígi. Þetta gerir hún vel í samvinnu við Stefán Hall Stefánsson. Hljóðheimurinn er fallega ofinn saman af leikurunum í samvinnu við Kristin Gauta Einarsson. Mörg hljóðanna skapa þau með röddinni, einföldum danssporum og áslætti. Af og til er framvindan brotin upp með stuttum tónbrotum og mátti mögulega heyra tóna úr Études: No 2 fyrir píanó og strengi eftir ameríska tónskáldið Philip Glass en slíkar upplýsingar ætti að vera hægt að finna í leikskrá svo að hægt sé að endurhlusta heima. Enginn er skrifaður fyrir leikmyndinni en hún er samansett úr forláta pappakössum, áltunnum af öllum stærðum og vatnskönnum. Teppið fyrir miðju sviðsins markar heim sýningarinnar og gaman er að fylgjast með hversu snöggir áhorfendurnir eru að læra inn á reglur hans. Aftur á móti er Högni Sigþórsson skrifaður fyrir leikmununum og þeir eru einkar vel heppnaðir. Einfaldar lausnir eru stundum þær fallegustu. Litlu fræi er plantað í huga áhorfenda sem blómstrar meðan á sýningu stendur. Yngstu leikhúsáhorfendurnir eru misjafnlega viðkvæmir fyrir leikrænu áreiti og óvæntum uppákomum á sviðinu en jafnvel minnstu sálir ættu að þola þennan ljúfa heim sem leikararnir skapa í Ég get. Sýningin er líka stutt, rétt rúmar þrjátíu mínútur, sem er passlegt fyrir þennan aldurshóp en þau geta líka fengið að skoða sviðið í nærmynd að henni lokinni.Niðurstaða: Fallegt leikhúsfræ sem vonandi fær leikhúsáhugann til að blómstra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar. Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Ég get Þjóðleikhúsið – Kúlan eftir Peter Engkvist Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson Leikarar: María Thelma Smáradóttir og Stefán Hallur Stefánsson Búningar: Leila Arge Lýsing: Hermann Karl Björnsson Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson Leikmunadeild: Högni SigþórssonMikið er um að vera í barnaleikhúsi höfuðborgarinnar þessa dagana en þrjár sýningar fóru á fjalirnar nú um helgina sem er ansi góð byrjun á nýju ári. Nú er röðin komin að Ég get sem fékk sinn frumsýningardag í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Aftur leitar Þjóðleikhúsið í ævintýrakistu Svíans Peters Engkvist en Lofthræddi örninn Örvar úr hans leiksmiðju vakti mikla lukku á síðasta leikári. Ég get er einhvers konar sambland af Samuel Beckett og Stubbunum, eins undarlega og það kannski hljómar. Orðasambönd og hreyfingar eru endurteknar með nokkrum uppbrotum en handritið snertir á samvinnu, þolinmæði og forvitni svo eitthvað sé nefnt. Atburðarásin er hægfara en er til þess gerð að leyfa yngstu leikhúsgestunum að gægjast varlega inn í töfraheim leikhússins. Björn Ingi Hilmarsson, sem leikstýrði einnig Lofthræddi örninn Örvar, stígur rólega til jarðar, passar upp á að hvert atriði njóti sín og skapar blítt andrúmsloft á sviðinu. Leikararnir eru einungis tveir en þeir taka á móti áhorfendunum um leið og gengið er í salinn. María Thelma Smáradóttir ber með sér lifandi útgeislun sem skilar sér vel í sýningu á borð við þessa. Það er ekki á færi hvers sem er að leika í sýningu fyrir börn, sérstaklega í svona miklu návígi. Þetta gerir hún vel í samvinnu við Stefán Hall Stefánsson. Hljóðheimurinn er fallega ofinn saman af leikurunum í samvinnu við Kristin Gauta Einarsson. Mörg hljóðanna skapa þau með röddinni, einföldum danssporum og áslætti. Af og til er framvindan brotin upp með stuttum tónbrotum og mátti mögulega heyra tóna úr Études: No 2 fyrir píanó og strengi eftir ameríska tónskáldið Philip Glass en slíkar upplýsingar ætti að vera hægt að finna í leikskrá svo að hægt sé að endurhlusta heima. Enginn er skrifaður fyrir leikmyndinni en hún er samansett úr forláta pappakössum, áltunnum af öllum stærðum og vatnskönnum. Teppið fyrir miðju sviðsins markar heim sýningarinnar og gaman er að fylgjast með hversu snöggir áhorfendurnir eru að læra inn á reglur hans. Aftur á móti er Högni Sigþórsson skrifaður fyrir leikmununum og þeir eru einkar vel heppnaðir. Einfaldar lausnir eru stundum þær fallegustu. Litlu fræi er plantað í huga áhorfenda sem blómstrar meðan á sýningu stendur. Yngstu leikhúsáhorfendurnir eru misjafnlega viðkvæmir fyrir leikrænu áreiti og óvæntum uppákomum á sviðinu en jafnvel minnstu sálir ættu að þola þennan ljúfa heim sem leikararnir skapa í Ég get. Sýningin er líka stutt, rétt rúmar þrjátíu mínútur, sem er passlegt fyrir þennan aldurshóp en þau geta líka fengið að skoða sviðið í nærmynd að henni lokinni.Niðurstaða: Fallegt leikhúsfræ sem vonandi fær leikhúsáhugann til að blómstra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. janúar.
Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira