Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Elís Jónsson vill prófkjör. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00