Fáklæddur Össur varaði Eyþór Arnalds við hræðilegum örlögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2018 09:52 Eyþór er að sögn fastagestur í World Class þar sem hann lyftir lóðum. Vísir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds í gær af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. Össur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þeir Eyþór hittust í búningsklefanum í World Class í Laugardalnum í gær. „Í dag stóð ég á brókinni í búningsklefa í World Class og útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Glæsilegur maður á besta aldri, Eyþór Arnalds, spurði mig kurteislega hvernig á því stæði?“ Ekki stóð á svörum hjá Össuri.Eyþór Arnalds hefur komið víða við og var á sínum tíma söngvari og sellóleikari í Todmobile.Vísir/GVA„Ég útskýrði að sá einstaklingur væri dæmdur til að leiða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin og ömurlegra og valdaminna hlutskipti væri ekki hægt að hugsa sér.“ Össur segir að Eyþór, sem er útgefandi Morgunblaðsins, svaraði „akkúrat“ að sögn Össurar og virtist hugsi. „Þegar ég kom svo vel marineraður úr gufubaði hálfu kílói síðar var náttúrlega það fyrsta sem ég heyrði að Eyþór Arnalds hefði gefið kost á sér í leiðtogasætið,“ segir Össur og bætir við að hann hafi einsett sér að segja aldrei „I told you so!“Allsber Össur í World Class 2008 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forvitnilegir hlutir gerast í World Class og Össur kemur við sögu. Þannig segir Össur frá því í 20. kafla skýrslu Rannsóknarnefnar Alþingis um fall bankanna um daginn sem Glitnir féll:„Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera.“ Hann hafi litið á símann sinn í fötunum áður en hann fór í gufuna.„...og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana.“Þrjú bjóða framEyþór er þriðji frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Áður höfðu Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon boðið sig fram. Þá ætlar Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna, að tilkynna um framboð í dag Vala hefur tengingu við Morgunblaðið eins og Eyþór en hún er tengdadóttir Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja, sem er einn eigenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út klukkan 16 í dag. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00 Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði fyrir Eyþóri Arnalds í gær af hverju það væru hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins að vinna leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór hlustaði á Össur en upplýsti ekkert. Skömmu síðar frétti Össur að Eyþór væri farinn fram. Össur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þeir Eyþór hittust í búningsklefanum í World Class í Laugardalnum í gær. „Í dag stóð ég á brókinni í búningsklefa í World Class og útskýrði með litríkum hætti að hræðilegustu örlög í stjórnmálum heimsins væru að vinna leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Glæsilegur maður á besta aldri, Eyþór Arnalds, spurði mig kurteislega hvernig á því stæði?“ Ekki stóð á svörum hjá Össuri.Eyþór Arnalds hefur komið víða við og var á sínum tíma söngvari og sellóleikari í Todmobile.Vísir/GVA„Ég útskýrði að sá einstaklingur væri dæmdur til að leiða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin og ömurlegra og valdaminna hlutskipti væri ekki hægt að hugsa sér.“ Össur segir að Eyþór, sem er útgefandi Morgunblaðsins, svaraði „akkúrat“ að sögn Össurar og virtist hugsi. „Þegar ég kom svo vel marineraður úr gufubaði hálfu kílói síðar var náttúrlega það fyrsta sem ég heyrði að Eyþór Arnalds hefði gefið kost á sér í leiðtogasætið,“ segir Össur og bætir við að hann hafi einsett sér að segja aldrei „I told you so!“Allsber Össur í World Class 2008 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forvitnilegir hlutir gerast í World Class og Össur kemur við sögu. Þannig segir Össur frá því í 20. kafla skýrslu Rannsóknarnefnar Alþingis um fall bankanna um daginn sem Glitnir féll:„Ég meina, ég stóð allsber í búningsklefanum í World Class, var að fara í gufubað á sunnudegi og var að halda mér sérstaklega til því að ég var í fyrsta skipti á ævinni að fara til klæðskera.“ Hann hafi litið á símann sinn í fötunum áður en hann fór í gufuna.„...og þá sá ég bara að þar voru ógeðslega mörg símtöl og sms frá Einari Karli sem var staddur í Glasgow og sagði að það væru allir að leita að mér, það væri einhver krísa og ég yrði að hringja í Ingibjörgu Sólrúnu þannig að ég klæddi mig og hringi í hana.“Þrjú bjóða framEyþór er þriðji frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Áður höfðu Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon boðið sig fram. Þá ætlar Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands sjálfstæðiskvenna, að tilkynna um framboð í dag Vala hefur tengingu við Morgunblaðið eins og Eyþór en hún er tengdadóttir Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja, sem er einn eigenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Frestur til að tilkynna um framboð rennur út klukkan 16 í dag.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01 Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00 Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31 Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15 Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Eyþór Arnalds eignast 26,62% hlut í Árvakri Töluverðar breytingar hafa orðið á eignarhaldi í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins. 4. apríl 2017 08:01
Eyþór Arnalds hagnast um 60 milljónir Eignarhaldsfélagið Ramses, sem er í eigu Eyþórs Arnalds fjárfestis, hagnaðist um rúmlega 60 milljónir króna í fyrra borið saman við hagnað upp á 492 milljónir á árinu 2015. 15. nóvember 2017 10:00
Félag Eyþórs Arnalds kaupir Whales of Iceland hvalasýninguna Eignarhaldsfélag Special tours hefur keypt Whales of Iceland sem rekur hvalasýningu á Grandanum. 10. desember 2017 21:31
Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. 9. janúar 2018 17:15
Eyþór Arnalds í stjórn Árvakurs Eyþór Arnalds fjárfestir tók í liðinni viku sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Einkahlutafélagið Ramses II, sem er í eigu Eyþórs, er stærsti einstaki hluthafi Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, með 22,87 prósenta hlut. 4. október 2017 10:45