Fótbrotnaði illa við að safna jólatrjám fyrir bæjarfélagið sitt Benedikt Bóas skrifar 10. janúar 2018 09:00 Elvar Ásgeirsson á heimili sínu í gær. Vísir/Vilhelm Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, mun trúlega ekki spila meira í vetur en hann fótbrotnaði þegar hann rann í hálku við að safna jólatrjám fyrir Mosfellsbæ, sem er árleg fjáröflun handboltadeildarinnar. Hann heyrði löppina brotna þegar hann lenti. Fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel. „Ef maður horfir á stóru myndina þá eru 12 vikur ekki langur tími en akkúrat núna, þegar ég ligg uppi í sófa, þá er ég auðvitað hundfúll,“ segir Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar í handbolta, en hann varð fyrir því óláni að fótbrotna í árlegri fjáröflun deildarinnar, að safna saman jólatrjám Mosfellinga. Litlar líkur eru á því að Elvar nái að klína á sig harpixi það sem eftir er tímabilsins en hann er þó ekki alveg búinn að gefa upp alla von. „Eins og staðan er í dag er ég ekki að horfa á þetta tímabil en ef liðsfélagar mínir fara alla leið þá er Íslandsmótið að klárast um miðjan maí.“ Elvar fór í aðgerð á mánudag sem heppnaðist vel enda þótt brotið hafi verið ljótt var það hreint og ökklinn slapp. Þeir sem hafa séð um hann segja að ef hann passi sig eigi beinið að gróa vel og verða jafn sterkt á ný – sem hann segir að sé ákveðinn léttir.Vísir/Vilhelm„Það var flughált þegar við vorum að tína upp trén og ég var í smá halla og ætlaði að láta mig renna á báðum fótum að bílnum sem við vorum á og stoppa mig þannig af. Ég rann löturhægt áfram en missti skyndilega fótanna og fann að ég var að detta á hnakkann. Ég ætlaði eitthvað að reyna að bjarga mér og setja vinstri löppina undir mig en hún krumpast og beyglast og ég dett á hana þannig að ég heyri hana brotna.“ Meiðsli Elvars eru mikið áfall fyrir lið Aftureldingar en Elvar er algjör lykilleikmaður í liðinu og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á þessu tímabili með 69 mörk í 13 leikjum. „Ég var að spila vel í desember fannst mér. En þetta er eitthvað sem gerðist og nú þarf ég að vera sterkur andlega. Ég er ekkert kornungur en ég á langan feril fyrir höndum,“ segir hann. Þótt áfallið sé stórt sér Elvar ljós í myrkrinu og horfir meðal annars til landsliðsmarkvarðarins í fótbolta, Hannesar Halldórssonar, sem meiddist skömmu fyrir Evrópumótið en kom til baka sterkari en áður. „Ég tek Hannes klárlega mér til fyrirmyndar og ætla að mæta bæði helskafinn og tilbúinn um leið og ég get.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira