Verklagi ekki fylgt er verðmæti hurfu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11