Fallið frá ákæru í grófu handtökumáli Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem kærður var síðastliðið vor fyrir ólöglega handtöku og alvarlega líkamsárás í Kópavogi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí síðastliðnum tvífótbrotnaði hinn handtekni í umræddri aðgerð lögreglu. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hafi hlotist af því að hurð hafi verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms. Þá taldi hann ekki útilokað að sambland af kylfuhöggum og hurðarskellum gætu hafa orsakað beinbrotin þótt hurðarskellirnir einir hefðu getað orsakað bæði brotin. Þótt saksóknari hafi fallist á að gögn málsins bendi til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, verði hins vegar ekki sýnt fram á að lögreglumenn á vettvangi hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi ekki gætt lögmætra aðferða við handtökuna. Að mati saksóknara er því ekki talið að framkomin gögn séu nægileg eða líkleg til sakfellis í sakamáli og er málið því fellt niður. Kærandinn hefur þegar kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumanni sem kærður var síðastliðið vor fyrir ólöglega handtöku og alvarlega líkamsárás í Kópavogi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í júlí síðastliðnum tvífótbrotnaði hinn handtekni í umræddri aðgerð lögreglu. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hafi hlotist af því að hurð hafi verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms. Þá taldi hann ekki útilokað að sambland af kylfuhöggum og hurðarskellum gætu hafa orsakað beinbrotin þótt hurðarskellirnir einir hefðu getað orsakað bæði brotin. Þótt saksóknari hafi fallist á að gögn málsins bendi til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, verði hins vegar ekki sýnt fram á að lögreglumenn á vettvangi hafi af ásetningi eða stórfelldu gáleysi ekki gætt lögmætra aðferða við handtökuna. Að mati saksóknara er því ekki talið að framkomin gögn séu nægileg eða líkleg til sakfellis í sakamáli og er málið því fellt niður. Kærandinn hefur þegar kært ákvörðun héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Upptöku vantar af harkalegri handtöku Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið. 3. ágúst 2017 06:00