Rannsókn á stunguárás á Austurvelli að ljúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 13:51 Frá minningarathöfninni um Klevis sem haldin var við Reykjavíkurtjörn. vísir/eyþór Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn var fyrr í mánuðinum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Margeir segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum. Maðurinn sem er í haldi er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Aðspurður segir Margeir ekki tímabært að greina frá dánarorsök. Þá vill hann hvorki fara út í það hvað kom út úr eiturefnarannsókn á hinum grunaða né hvort það liggi fyrir játning í málinu en áður en málið verður sent til héraðssaksóknara verður maðurinn yfirheyrður á ný. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í í desember. Hann var fæddur þann 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli þann 3. desember síðastliðinn er enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en maðurinn var fyrr í mánuðinum úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar. Margeir segir að rannsókn málsins sé á lokametrunum. Maðurinn sem er í haldi er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Aðspurður segir Margeir ekki tímabært að greina frá dánarorsök. Þá vill hann hvorki fara út í það hvað kom út úr eiturefnarannsókn á hinum grunaða né hvort það liggi fyrir játning í málinu en áður en málið verður sent til héraðssaksóknara verður maðurinn yfirheyrður á ný. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í í desember. Hann var fæddur þann 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. 18. desember 2017 13:41
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent