Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Vísir Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00