Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 12:15 Sunna Elvira ásamt dóttur sinni. Unnur Birgisdóttir Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Enn er ekki ljóst hvort Sunna Elvira Þorkelsdóttir komist heim til Íslands í dag. Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. „Þetta er statt þannig að utanríkisráðuneytið og ríkislögreglustjóri eru að reyna að leysa passann hennar, fá passann hennar frá lögregluyfirvöldum,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu, í samtali við Vísi. „Hún er ekki með stöðu grunaðs hér eða þar, þetta er bara einhver suðurevrópsk tregða í málinu. Flugfélagið er á stand-by að ná í hana þegar það kemur grænt ljós.“ Hann segir að vegabréf Sunnu hafi verið í haldi lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna í máli Sigurðar Kristinssonar, eiginmanns Sunnu. Sigurður var handtekinn við heimkomu frá Malaga á fimmtudaginn, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Sigurður situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins.Í lífshættu og án viðunandi umönnunar Aðspurður hversu miklum fjármunum hefur verið safnað fyrir hönd Sunnu, segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. Þó hafi verið safnað fyrir flugfarinu, en kostnaðurinn við sjúkraflutning Sunnu Elviru til landsins er 5,5 milljónir íslenskra króna. Leigja þarf sjúkraflugvél til verksins og læknir og hjúkrunarfræðingur þurfa að vera með í för. Þá felst kostnaður í að þýða skjöl og skýrslur vegna meðferðar Sunnu ytra. „Þjóðin bara gerði kraftaverk. En ástandið á henni hins vegar fer dagversnandi,“ segir Jón Kristinn. Til að mynda hafi Sunna Elvira verið færð í stól í gær og við það hafi blóðþrýstingur hennar fallið og hún fallið í yfirlið. „Hún er bara í lífshættu og það er engin umönnun þarna.“Er fólkið hennar orðið svartsýnna á að hún nái bata? „Með hverri einustu mínútu sem hún er ekki undir öruggum læknishöndum þá minnka líkurnar á því.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53 Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00 Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00 Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
„Sýnir hvað þessi þjóð er mögnuð“ Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í borginni Malaga á Spáni. 24. janúar 2018 10:53
Sunna kemur heim á morgun "Því miður reyndist ekki vera flugvél til taks í Bretlandi til að fara suður að sækja hana fyrr en á laugardag,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem slasaðist alvarlega í Malaga á Spáni í síðustu viku. 26. janúar 2018 06:00
Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. 24. janúar 2018 19:00
Passinn seinkar heimför Sunnu Stefnt er að því Sunna Elvira Þorkelsdóttir komi heim til Íslands í dag. Áður hafði verið stefnt að því að hún kæmi á laugardag. 29. janúar 2018 11:00