Rúnar: Eina leiðin fyrir íslenska þjálfara að komast út er að þekkja einhvern Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 11:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. vísir/anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira