Minnihlutinn í Garðabæ íhugar sameiginlegt framboð Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 10:39 Minnihlutinn í Garðabæ ræddi sameiginlegt framboð fyrir síðustu kosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði á síðustu stundu. Vísir Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Flokkarnir sem skipa minnihluta í bæjarstjórn Garðabæjar íhuga nú sameiginlegt framboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkarnir sem um ræðir eru Björt framtíð sem er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn, Samfylkingin sem á einn fulltrúa og og Listi fólksins í bænum sem á einn fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta með sjö bæjarfulltrúa. Halldór J. Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, segir sameiginlegt framboð flokkanna í minnihluta hafa verið rætt fyrir kosningarnar í vor, alveg eins og það var rætt fyrir síðustu kosningar.Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Garðabæ.„Þetta var komið ansi langt skilst mér fyrir fjórum árum síðan en svo slitnaði upp úr því á síðustu stundu,“ segir Halldór. Hann segir viðræðurnar ekki komnar langt en fólk sé viljugt til að ræða saman og svo þurfi tíminn að leiða annað í ljós. Garðabær hefur reynst ansi sterkt vígi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og segir Halldór flokkinn hafa vissulega verið við stjórnvölinn lengi þar í bæ. Hann tekur þó fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu búnir að vinna mikið starf en mögulega sé kominn tími á breytingar. „Ég held að það sé mjög heilbrigt fyrir alla, bæði meirihlutann og Garðbæinga alla að skipta út allavega eitt kjörtímabil. Ég segi það náttúrlega hugmyndafræðilega séð, svo er annað að reyna að framkvæma það. Svo er hitt að geta mögulega styrkt minnihlutann. Í svona samstarfi getur minnihlutasamstarfið verið betra, við erum ekkert svo rosalega ósammála hér í Garðabæ, allir hér sem sitja í bæjarstjórn eru indælisfólk sem er sammála um flest mál en þetta snýst meira um hvernig á að vinna hlutina, ekki hvort,“ segir Halldór. Aðspurður hvenær ákvörðun um samstarf flokkanna í minnihluta þyrfti að liggja fyrir segist hann ekki viss, en vissulega sé það betra ef það gerist fyrr en seinna. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira