Þorsteinn frá Hamri er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 19:41 Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill. Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill.
Andlát Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira