Umræddir ferðamenn klifruðu yfir hlið sem stígnum að Gullfossi hafði verið lokað með. Á því hliði er skilti og á því er varað hættulegu ástandi og tekið fram að það varði lög að fara fram hjá því.
Petra Albrecht, frá Hollandi sem keyrir fyrir Grayline, tók meðfylgjandi myndband við Gullfoss í gær. Hún segir að fólk hafi ítrekað klifrað yfir lokunarskiltið eða farið í gegnum girðinguna á þeim tuttugu mínútum sem hún var á svæðinu.
Þó mjög hált hafi verið segist Petra ekki hafa séð neinn detta.