Skora á stjórnvöld að efla innviði flugvalla á landsbyggðinni Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 27. janúar 2018 09:27 Akureyrarflugvöllur. Mynd/Kristján Kristjánsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að treysta innviði flugvalla á landsbyggðinni. Slíkt er, að mati samtakanna, forsenda fyrir því að uppbygging ferðaþjónustu geti haldið áfram í öllum landshlutum.Akureyrarflugvöllur ræður ekki við millilandaflugSAF segir meðal annars í ályktun sinni að nauðsynlegt sé að bæta Akureyrarflugvöll ef millilandaflug á að vera raunhæfur kostur. Fyrr í mánuðinum hóf bresk ferðaskrifstofa flug milli nokkurra borga í Englandi til Akureyrar. Að mati SAF er millilandaflugið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi en merkja má 15 til 20 prósenta veltuaukningu í ferðaþjónustu í landshlutanum frá því á sama tíma á síðasta ári. Hins vegar hefur millilandaflugið ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Nú er svo komið að í tvígang hafa flugvélar þurft að snúa frá Akureyrarflugvelli þar sem völlurinn er ekki þeim tækjum búinn sem millilandaflug krefst. Það er ólíðandi að millilandaflugi til og frá Akureyri, sem unnið hefur verið markvisst að á vettvangi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda sé stefnt í voða með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni og að auki minnir SAF á mikilvægi Akureyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir millilandaflug. Frá Ísafjarðarflugvelli. Fréttablaðið/GVAEkki nóg að sinna bara KeflavíkurflugvelliÍ yfirlýsingunni benda Samtök ferðaþjónustunnar á að til þess að tryggja öryggi ferðafólks sé nauðsynlegt að huga að innviðum. „Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja.“ SAF telja að til þess að sinna lágmarksviðhaldi á þeim þrettán flugvöllum, fyrir utan Keflavíkurflugvöll, sem notaðir eru fyrir innanlandsflug, vanti um 400 milljónir króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. „Við óbreytt ástand verður ekki unað, enda óásættanlegt fyrir ferðamenn, innlenda jafnt sem erlenda, að flugsamgöngum sé ógnað með þessum hætti og kerfinu leyft að grotna niður.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45 Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia 16. janúar 2018 18:45
Varla sofnuð eftir fagnaðarlætin þegar fréttist af flugvélinni sveimandi yfir Akureyri Nauðsynlegt er að Akureyrarflugvöllur verði búinn blindaðflugsbúnaði til þess að koma í veg fyrir að atvik líkt og það sem gerðist í gær þegar flugvél Enter Air gat ekki lent á vellinum vegna veðurs endurtaki sig 16. janúar 2018 12:39