Aukið flug kallar á uppbyggingu Akureyrarflugvallar Sveinn Arnarsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Að mati Sigurðar Inga þarf að leggja fé í flugvelli á landinu. Nefnd á vegum ráðuneytisins kortleggur nú innanlandsflugið. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Sjá meira