Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 18:14 Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. Þá var Samúel Jói Björgvinsson dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásina auk þess sem þriðji einstaklingurinn (B), piltur fæddur árið 2000, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm einnig fyrir líkamsárásina. Var dómur hans skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli hans og ungum aldri. Fjórði maðurinn (A) sem einnig var ákærður í málinu var sýknaður. Anton Örn var sá eini af fjórmenningunum sem ákærður var fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps; hinir þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás. Anton Örn lýsti því fyrir dómi að um handrukkun hefði verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hafi stolið af sér amfetamíni. Anton Örn taldi hann því skulda sér tvær milljónir króna.Ætlaði ekki að drepa manninn Maðurinn hafi verið gestkomandi í íbúð sem þeir Anton, Samúel Jói og B fóru í til að rukka hann um peningana. Anton Örn lýsti svo atburðarásinni á þennan hátt fyrir dómi að því er fram kemur í dómi héraðsdóms: „Er komið hafi verið að íbúð þeirri er brotaþoli hafi dvalist í, hafi brotaþoli komið til dyra. Hann hafi byrjað með alls konar ,,skæting“ og af stað hafi farið rifrildi, sem farið hafi úr böndum. Hafi ákærði gripið hníf sem hann hafi verið með meðferðis og gert hlut, sem hann hafi ekki ætlað að gera, sem hafi verið að stinga brotaþola með hnífnum í kviðinn. Þetta hafi ekki átt að fara þannig og hvatvísi hans verið um að kenna. Ákærði hafi ákveðið að stinga brotaþola neðarlega. Hafi hann samt ekki hugsað mikið út í stunguna en ekki ætlað að drepa brotaþola og ekki talið líklegt að brotaþoli myndi deyja af völdum stungunnar. Vopnið hafi verið vasahnífur með um 9 til 10 cm blaði. Ákærði vissi ekki hvað hefði orðið um hnífinn eftir stunguna. Kvaðst hann viðurkenna að hafa ekki viljað lýsa hnífnum er tekin var af honum lögregluskýrsla vegna málsins. Ákærði hafi hvorki sparkað eða slegið neinn á staðnum. Þá hafi hann ekki hótað neinum.“ Samúel Jói var ákærður fyrir að veitast að manninum með kassagítar og slá hann með gítarnum. Hann sagðist hafa tekið gítarinn en slegið með honum í átt að brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað með gítarnum í líkamann og byggði það á vitnisburði brotaþola og annars vitnis. Var Samúel Jói því sakfelldur fyrir líkamsárás.Hending að ekki fór verr Varðandi þann lið ákærunnar sem sneri að tilraun til manndráps segir í dómi héraðsdóms að hending hafi ráðið því að ekki fór verr: „Við mat á þessu atriði er til þess að líta að ákærði fór á vettvang vopnaður hnífi í þeim tilgangi að innheimta peningaskuld vegna fíkniefna undir formerkjum ,,handrukkunar“. Samkvæmt því gekk ákærði til þessa verks, í ljósi forsögunnar og þeirra fjárhæða er um ræddi, þess fullmeðvitaður að til átaka myndi líklega koma. Miðað við þann tíma sem ákærðu voru á vettvangi hefur ákærði nánast í beinu framhaldi af því að ákærðu knúðu dyra stungið brotaþola í kviðinn. Samræmist það framburði brotaþola sjálfs, sem bar að ákærði hafi, án orða og um leið og hurð íbúðarinnar var opnuð, stungið brotaþola. Hnífsblaðið hefur verið nærri 10 cm að lengd miðað við að stungan náði um 10 cm inn í kviðinn. Svo sem læknir sá er framkvæmdi skurðaðgerð á brotaþola bar eru stunguáverkar í kvið lífsógnandi því þeir eru nærri stórum slagæðum og stærstu bláæð líkamans. Fari slík æð í sundur eru miklar líkur á að viðkomandi blæði hratt út. Í ljósi þess ofbeldisfulla aðdraganda árásarinnar sem áður er lýst gat ákærða ekki dulist er hann veittist að brotaþola með hnífnum að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni. Var í raun hending að ekki fór verr. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. Þá var Samúel Jói Björgvinsson dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir líkamsárásina auk þess sem þriðji einstaklingurinn (B), piltur fæddur árið 2000, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm einnig fyrir líkamsárásina. Var dómur hans skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli hans og ungum aldri. Fjórði maðurinn (A) sem einnig var ákærður í málinu var sýknaður. Anton Örn var sá eini af fjórmenningunum sem ákærður var fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps; hinir þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás. Anton Örn lýsti því fyrir dómi að um handrukkun hefði verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hafi stolið af sér amfetamíni. Anton Örn taldi hann því skulda sér tvær milljónir króna.Ætlaði ekki að drepa manninn Maðurinn hafi verið gestkomandi í íbúð sem þeir Anton, Samúel Jói og B fóru í til að rukka hann um peningana. Anton Örn lýsti svo atburðarásinni á þennan hátt fyrir dómi að því er fram kemur í dómi héraðsdóms: „Er komið hafi verið að íbúð þeirri er brotaþoli hafi dvalist í, hafi brotaþoli komið til dyra. Hann hafi byrjað með alls konar ,,skæting“ og af stað hafi farið rifrildi, sem farið hafi úr böndum. Hafi ákærði gripið hníf sem hann hafi verið með meðferðis og gert hlut, sem hann hafi ekki ætlað að gera, sem hafi verið að stinga brotaþola með hnífnum í kviðinn. Þetta hafi ekki átt að fara þannig og hvatvísi hans verið um að kenna. Ákærði hafi ákveðið að stinga brotaþola neðarlega. Hafi hann samt ekki hugsað mikið út í stunguna en ekki ætlað að drepa brotaþola og ekki talið líklegt að brotaþoli myndi deyja af völdum stungunnar. Vopnið hafi verið vasahnífur með um 9 til 10 cm blaði. Ákærði vissi ekki hvað hefði orðið um hnífinn eftir stunguna. Kvaðst hann viðurkenna að hafa ekki viljað lýsa hnífnum er tekin var af honum lögregluskýrsla vegna málsins. Ákærði hafi hvorki sparkað eða slegið neinn á staðnum. Þá hafi hann ekki hótað neinum.“ Samúel Jói var ákærður fyrir að veitast að manninum með kassagítar og slá hann með gítarnum. Hann sagðist hafa tekið gítarinn en slegið með honum í átt að brotaþola. Dómurinn taldi hins vegar sannað að hann hefði slegið manninn ítrekað með gítarnum í líkamann og byggði það á vitnisburði brotaþola og annars vitnis. Var Samúel Jói því sakfelldur fyrir líkamsárás.Hending að ekki fór verr Varðandi þann lið ákærunnar sem sneri að tilraun til manndráps segir í dómi héraðsdóms að hending hafi ráðið því að ekki fór verr: „Við mat á þessu atriði er til þess að líta að ákærði fór á vettvang vopnaður hnífi í þeim tilgangi að innheimta peningaskuld vegna fíkniefna undir formerkjum ,,handrukkunar“. Samkvæmt því gekk ákærði til þessa verks, í ljósi forsögunnar og þeirra fjárhæða er um ræddi, þess fullmeðvitaður að til átaka myndi líklega koma. Miðað við þann tíma sem ákærðu voru á vettvangi hefur ákærði nánast í beinu framhaldi af því að ákærðu knúðu dyra stungið brotaþola í kviðinn. Samræmist það framburði brotaþola sjálfs, sem bar að ákærði hafi, án orða og um leið og hurð íbúðarinnar var opnuð, stungið brotaþola. Hnífsblaðið hefur verið nærri 10 cm að lengd miðað við að stungan náði um 10 cm inn í kviðinn. Svo sem læknir sá er framkvæmdi skurðaðgerð á brotaþola bar eru stunguáverkar í kvið lífsógnandi því þeir eru nærri stórum slagæðum og stærstu bláæð líkamans. Fari slík æð í sundur eru miklar líkur á að viðkomandi blæði hratt út. Í ljósi þess ofbeldisfulla aðdraganda árásarinnar sem áður er lýst gat ákærða ekki dulist er hann veittist að brotaþola með hnífnum að langlíklegast væri að bani hlytist af atlögunni. Var í raun hending að ekki fór verr. Samkvæmt því verður ákærði sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira