„Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2018 13:00 Heimilistónar fara á sviðið 10. febrúar. Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Ólafíu Hrönn Jónsdóttur til að svara spurningum Vísis. Ólafía mun flytja lagið Kúst og fæjó með sveitinni Heimilistónum. Heimilistónar fara á sviðið 10. febrúar í Háskólabíói en hér að neðan má kynnast leikkonunni ástsælu betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Öll erum við að leita að merkingarbæru lífi. Nú þar sem við ákveðum að lifa,þá er eins gott að lifa lífinu lifandi. Þetta er hrein skemmtun að taka þátt.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Brosið sem kemur á fólk er það hlustar á lagið er yndislegt og á því erindi útí heim.“Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Lagið hans Daða í fyrra. Gott lag, frumlegt spil og flott rödd.“Eftirminnilegasta Eurovision minningin? „Ég sit í sjónvarpstofunni heima hjá Kötu Ásgrímsdóttur vinkonu á Hornafirði og við erum að horfa á Eurovision. Skilyrðin voru slæm. Snjókoma á skjánum og hljóðið ekki gott. En ég man hvað mér fannst foreldrar hennar góðir að láta okkur eftir sjónvarpsstólana þeirra og ekki nóg með það þá var mamma Kötu alltaf að koma með einhverjar trakteringar. Mér fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili og það situr í mér.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Amar pelos dois. Þetta er ótrúlega fallegt lag og Salvador syngur það á magnaðan máta. Ef þú ert að spyrja mig hvað er eftirminnilegast úr sjónvarpsdagskránni Evrovision, þá er það silkifötin á ABBA fólkinu. Fötin og lagið fengu mig til að spyrja mig: Má þetta?“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um konu sem er að þrífa. Vinkonur hennar til margra ára eru að koma í saumaklúbb til hennar. Þetta eru vinkonur hennar sem hafa staðið með henni í gegnum súrt og sætt þó ýmislegt smávægilegt hafi komið uppá. Allir geta sagt kúst og fæjó.“Lag: Kúst og fæjóHöfundar lags: Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir) Höfundar íslensks texta: Heimilistónar Flytjendur: Heimilistónar Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Ólafíu Hrönn Jónsdóttur til að svara spurningum Vísis. Ólafía mun flytja lagið Kúst og fæjó með sveitinni Heimilistónum. Heimilistónar fara á sviðið 10. febrúar í Háskólabíói en hér að neðan má kynnast leikkonunni ástsælu betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Öll erum við að leita að merkingarbæru lífi. Nú þar sem við ákveðum að lifa,þá er eins gott að lifa lífinu lifandi. Þetta er hrein skemmtun að taka þátt.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Brosið sem kemur á fólk er það hlustar á lagið er yndislegt og á því erindi útí heim.“Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Lagið hans Daða í fyrra. Gott lag, frumlegt spil og flott rödd.“Eftirminnilegasta Eurovision minningin? „Ég sit í sjónvarpstofunni heima hjá Kötu Ásgrímsdóttur vinkonu á Hornafirði og við erum að horfa á Eurovision. Skilyrðin voru slæm. Snjókoma á skjánum og hljóðið ekki gott. En ég man hvað mér fannst foreldrar hennar góðir að láta okkur eftir sjónvarpsstólana þeirra og ekki nóg með það þá var mamma Kötu alltaf að koma með einhverjar trakteringar. Mér fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili og það situr í mér.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Amar pelos dois. Þetta er ótrúlega fallegt lag og Salvador syngur það á magnaðan máta. Ef þú ert að spyrja mig hvað er eftirminnilegast úr sjónvarpsdagskránni Evrovision, þá er það silkifötin á ABBA fólkinu. Fötin og lagið fengu mig til að spyrja mig: Má þetta?“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um konu sem er að þrífa. Vinkonur hennar til margra ára eru að koma í saumaklúbb til hennar. Þetta eru vinkonur hennar sem hafa staðið með henni í gegnum súrt og sætt þó ýmislegt smávægilegt hafi komið uppá. Allir geta sagt kúst og fæjó.“Lag: Kúst og fæjóHöfundar lags: Heimilistónar (Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir) Höfundar íslensks texta: Heimilistónar Flytjendur: Heimilistónar
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25
Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30
„Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30
Erlend Eurovision-stjarna kemur fram á lokakvöldinu Búið er að raða niður í undanúrslitakvöldin tvö. 23. janúar 2018 14:30