Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2018 13:15 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00