Garðbæingurinn flaug út í fyrradag þrátt fyrir að óvíst væri hvort hann fengi að spila, en Stjarnan vildi ekki skrifa undir félagaskiptin fyrr en að hún vissi að Guðjón fengi leikheimild á Íslandi þegar að hann snýr aftur í mars.
Nú er búið að gefa grænt ljós á allt saman og var Guðjón kynntur til sögunnar á Twitter-síðu Blasters. Þar er hann sagður hættulegur fyrir framan markið og tekið fram að hann verður fyrsti Íslendingurinn sem spilar í indversku úrvalsdeildinni.
Guðjón getur því spilað á móti Delhi Dynamos á laugardaginn en eftir tólf leiki er liðið í sjöunda sæti með fjórtán stig.
The 1st Icelandic player to feature in @IndianSuperLeague. Lethal in front of goal, he comes on loan from @FCStjarnan , with experience facing few of the very best in @EuropaLeague. He's here, he's ours! എന്നാ പേര് പഠിച്ചോളീൻ! #KeralaBlasters #NammudeSwantham #IniKaliMaarum pic.twitter.com/1gGOGYrZHa
— Kerala Blasters FC (@KeralaBlasters) January 26, 2018