Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 21:11 Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Vísir/GVA Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti. Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira