Bráðlega kemur út smáskífa frá Blissful en sveitin kemur fram á aðalsviðinu á Sónar í Hörpu í mars.
Höfundar lags og texta eru Einar Egilsson, Svala Björgvinsdóttir, Amy Kuney og Lester Mendez.
Myndbandið er hið skemmtilegasta og er það að sjálfsögðu leikstýrt af Einari sjálfum en hann leikstýrir öllum tónlistarmyndböndum Blissful.
Hér að neðan má horfa á myndbandið við Find A Way.