Pam Van Damned, umboðsmaður sveitarinnar, segir Smith hafa látist á heimili sínu í gærmorgun og að ítarlegri yfirlýsing um andlátið verði gefin út „á næstu dögum“.
Smith er þekktur fyrir að hafa ráðið og rekið rúmlega sextíu liðsmenn sveitarinnar, en Smith átti í stormasömu sambandi við þá flesta.
Söngvarinn var ekki einungis þekktur fyrir sérstakan söngstíl sinn, heldur birtust einnig reglulega fréttir af drykkjulátum og slagsmálum söngvarans í breskum fjölmiðlum.
The Fall náði alls 27 lögum inn á breska vinsældalistann á árunum 1984 til 2004. Náði lagið There's a Ghost in My House bestum árangri þegar það komst í þrítugasta sæti listans árið 1987. Alls gaf sveitin út þrjátíu plötur og átti sveitin sér dyggan aðdáendahóp.