Þorgerður Katrín stefnir á endurkjör í formannsembætti á landsþingi í mars Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar býður sig fram til endurkjörs á landsþingi flokksins í mars. Hún gæti hins vegar fengið mótframboð þar sem Þorsteinn Víglundsson íhugar að bjóða sig einnig fram til formanns eftir áskoranir frá flokksmönnum. Þegar rúmur hálfur mánuður var til alþingiskosninga í október sagði Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar óvænt af sér formennsku. En vikurnar á undan hafði flokkurinn varla mælst með þingmenn inni í könnunum. Sama dag tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við formennskunni eftir stíf fundarhöld í helstu stofnunum flokksins. Hún sækist áfram eftir að leiða flokkinn sem heldur flokksþing í marsmánuði. „Já það er alveg skýrt. Ég ætla að halda áfram að bjóða mig fram sem formaður Viðreisnar. Þetta eru búnir að vera skemmtilegir, krefjandi dagar og vikur sem ég hef verið formaður. Ég tók við Viðreisn á erfiðum tíma,“ segir Þorgerður Katrín.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Þorsteinn Víglundsson að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig einnig fram til formennsku. Hann hafi ekki tekið afstöðu til þess en óþarfi væri að draga þá ákvörðun um of á langinn. Hann muni hafa heildarhagsmuni flokksins að leiðarljósi við þá ákvörðun en menn ættu ekki að vera hræddir við að kjósa forystu á landsþingi. Hins vegar væru engar deilur um þessi mál innan flokksins eða milli hans og núverandi formanns. Þorgerður Katrín segir undanfarnar vikur sýna brýna þörf á Viðreisn á þingi. „Það er alveg ljóst að rödd Viðreisnar, frjálslyndra afla, þarf að vera sterk. Þess vegna er mikilvægt að við þéttum raðirnar og komum öflug til leiks. Því ríkisstjórnin mun ekki sjá um frjálslyndu hliðina í íslensku samfélagi,“ segir formaður Viðreisnar. Þá væru sveitarstjórnarkosningar fram undan í vor.Myndir þú líta þannig á ef Þorsteinn byði sig fram að þá væri hann að bjóða sig fram gegn þér? „Ég hef bara ekki hugsað út í það ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég hef verið að nýta mína krafta í að byggja upp flokkinn. Við erum á fullu varðandi sveitarstjórnarmál. Ég hef verið að fara víða um landið, tala við fólkið okkar. Það er það sem ég er að hugsa um þessa dagana. En ég hef alla tíð og áður en við komum inn á þing átt mjög gott samstarf við Þorstein Víglundsson,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00
Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. 24. janúar 2018 13:04