Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2018 13:20 Árásin var sérlega hrottafengin en hópur fanga tók sig til og réðust á einn úr sínum röðum í útivistartíma í gær. visir/vilhelm Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Gróf líkamsárás átti sér stað síðdegis í gær á Litla Hrauni. Þá tók hópur fanga sig til og gengu í skrokk á samfanga sínum. Þetta gerðist í útivistartíma og munu aðfarirnar hafa verið einstaklega hrottalegar, þannig að vart hefur annað eins sést. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og eru meðal annars að skoða myndbandsupptökur. Fanginn var fluttur á sjúkrahús slasaður en miðað við það hversu hrottafengin árásin var slapp hann furðu vel; með brotnar tennur og illa marinn - talsvert slasaður. Verið er að greina meiðsl hans.Erlendur fangi sem varð fyrir árásinni Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða erlendan fanga sem ekki hefur nein tengsl við íslenska undirheima svo vitað sé. Þannig er ólíklegt að um hefnd eða óuppgerðar sakir sé að ræða. Og ekki eru heldur um að ræða það að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot þannig að flest bendir til þess að um sé að ræða að árásin tengist innanhússuppgjöri.Páll Winkel segir það rétt að óánægja sé meðal fanga vegna þess að að þeim hefur verið þrengt en atvikið er litið mjög alvarlegum augum og gæta þurfi öryggis, bæði fanga og starfsfólks.Fangelsismálastofnun hefur gripið til þess ráðs, í kjölfar atviksins, að þrengja að allri starfsemi sem snýr að föngum á Litla Hrauni. Meðal annars hefur íþróttahúsinu verið lokað og kennsla felld niður. Veruleg óánægja er í þeirra röðum með þá ráðstöfun.Starfsemi lágmörkuð tímabundið En, þegar Vísir spurði Páll Winkel fangelsismálastjóra nánar út atvikið og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til segir hann fangelsismálayfirvöld líta þetta mál mjög alvarlegum augum. „Það er alveg á hreinu að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva ofbeldi í fangelsum. Fyrsta verkefni þegar svona gerist er að kalla til lögreglu. Og samhliða þá skapa ró og öryggi í fangelsinu. Við gerum það. Meðal annars með því að lágmarka starfsemi tímabundið, eftir svona ofbeldi. Í því felst meðal annars að loka íþróttahúsi og aflýsa kennslu, já. Og hafa aðstæður þannig að það sé hægt að tryggja öryggi annarra fanga og starfsmanna ekki síður.“En, samkvæmt heimildum Vísis þá er veruleg óánægja meðal fanga vegna þessarar tilhögunar? „Já. Og það er skiljanlegt en þetta er nauðsynlegt. Okkar fyrsta verkefni er að tryggja öryggi og við munum gera það.“Stórhættulegir menn á ferðEn, er þá hægt að tala um neyðarástand á Litla Hrauni? „Ég myndi ekki segja það. En það er áhyggjuefni að upp komi gróf ofbeldismál í fangelsunum.Hafa ber í huga að þarna eru saman komnir einstaklingar, menn sem eiga það sameiginlegt að hafa brotið reglur samfélagsins og eru sumir töluvert hættulegir.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis var árásin með þeim hrottafengnari sem sést hafa innan veggja fangelsismúra. Páll vill ekki tjá sig um það í sjálfu sér, segir að rannsókn standi yfir en staðfestir að það hafi gerst í gær að hópur fanga hafi veist að öðrum fanga í íþróttahúsi Litla Hrauns og létu höggin dynja á fanganum í talsvert langan tíma. Margir tóku þátt í árásinni.Eru atvik sem þessi algeng innan veggja íslenskra fangelsa? „Nei, ekki meira en hjá þjóðunum sem við berum okkur saman við. En, það er ofbeldi í fangelsum eins og annars staðar í samfélaginu. Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir það,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira