Blaðakonum gert að standa á bakvið karla Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 11:44 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við Grátmúrinn í gær. Vísir/AFP Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans. Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira