LeBron yngstur í sögunni í 30.000 stiga klúbbinn en Cleveland er í molum | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2018 07:00 LeBron James er geggjaður en Cleveland getur lítið þessa dagana. vísir/getty LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
LeBron James heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld körfuboltasögunnar, en í nótt varð hann yngsti maðurinn í sögunni sem skorar 30.000 stig í NBA-deildinni. Hann er aðeins sjöundi leikmaður sögunnar sem skorar 30.000 stig eða meira en hann er nú kominn í glæsilegan einkaklúbb með Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kobe Bryant, Michael Jordan, Wilt Chamberlain og Þjóðverjanum Dirk Nowitzki sem var síðastur til að skora svona mörg stig á undan LeBron. Lebron James er aftur á móti sá fyrsti í sögunni sem er einnig búinn að taka ríflega sjö þúsund fráköst og gefa ríflega sjö þúsund stoðsendingar á sama tíma og hann er búinn að skora 30.000 stig. Körfuna sögulegu skoraði hann undir lok fyrsta leikhluta í tapi gegn San Antonio Spurs í nótt.Congrats @KingJames. Welcome to the club!!! — Dirk Nowitzki (@swish41) January 24, 2018 Það nefnilega gengur ekkert hjá Cleveland þessa dagana þrátt fyrir að LeBron sé enn að sýna að hann er besti körfuboltamaður í heimi. Liðið er aðeins búið að vinna þrjá af síðustu tíu leikjum sínum og tapaði fyrir Spurs sem nær varla í lið þessa dagana vegna meiðsla. Það er án flestra sinna lykilmanna. Þjálfarinn Tyronn Lue er gagnrýndur harðlega leik eftir leik fyrir að gera ekki breytingar á liðinu sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu en eftir leikinn í gær sagðist hann loksins ætla að gera breytingar á byrjunarliðinu.Leikmenn Cleveland héldu krísufund í fyrradag þar sem þeir réðust að Kevin Love og sökuðu hann um að gera sér upp veikindi í miðjum leik á dögunum. Fundurinn var sagður af bandarískum fjölmiðlum hafa hreinsað loftið en hann skilaði allavega ekki sigri í gær. Cleveland er í þriðja sæti austurdeildarinnar, fjórum sigrum frá öðru sæti og heilum sjö sigrum frá Boston Celtics sem trónir á toppi austursins. Boston tapaði þó fyrir Lakers í nótt.Úrslit næturinnar: Orlando Magic - Sacramento Kings 99-105 OKC Thunder - Brooklyn Nets 108-109 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 114-102 Golden State Warriors - New York Knicks 123-112 LA Lakers - Boston Celtics 108-107
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira