Gæti prentað raunveruleg líffæri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2018 20:00 Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. Að kaupunum standa Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn, Össur og Háskóli Íslands. Dósent við Háskólann við Reykjavík og einn helsti sérfræðingur heims á sviði þrívíddarprentunar hefur unnið lengi að því að fá prentarann til landsins. Hjarta að verða til í þrívíddarprentaranum.Hann segir aðgerðir geta tekið styttri tíma með hjálp prentarans. „Kosturinn er að tíminn sem fer í hverja aðgerð verður styttri. Það má líkja þessu við að hlaupa maraþon en að tíu kílómetrar hafi verið teknir af leiðinni. Þannig verða skurðlæknarnir ferskari og það leiðir til betri útkomu fyrir sjúklinga," segir Paolo Gargiulo, forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR og LSH. Þetta er ekki fyrsti þrívíddaprentari landsins sem notaður er í læknavísindum en sá lang fullkomnasti. Hægt er að prenta flókna hluti úr fjólbreyttum efnum, og þá bæði gagnsæju og lituðu, sveigjanlegu eða hörðu. Þannig er til dæmis hægt að prenta sjáanlegar taugar og æðar í líffærunum. Lýtalæknir við Landspítalann tekur sem dæmi að auðveldara sé að fjarlægja æxli í kjálka ef skurðlæknirinn hefur á grundvelli sneiðmynda þegar prentað út kjálkann og æxlið sem á að skera upp. Þá sé hægt móta málmspangir fyrir uppbyggingu eftir aðgerðina. „Þær getum við verið búin að móta fyrir fram af því við höfum módelið í hendinni. Þær koma þá á módelið og síðan í aðgerðinni þegar opið er inn á kjálkabeinið getum við komið þessari spöng fyrir og hún á þá að sitja rétt á. Þetta gerir það að verkum að aðgerðin verður á alla vegu nákvæmari og hraðari," segir Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans. Gunnar Auðólfsson, læknir á lýtaskurðdeild Landspítalans.Hjarta og ýmsir smáhlutir hafa þegar komið út úr nýja prentaranum en framkvæmdastjóri lækninga segir framtíðina spennandi. „Það gæti farið svo að í framtíðinni verði hægt að prenta líffæri eða líffærahluta," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. „Sjálfsagt er það í tilraunaskyni hægt í dag og mun auðvitað taka mörg ár ennþá að þróa það. En það er svona það sem menn eru að horfa til," segir hann.Þessi prentari gæti mögulega verið notaður til þess? „Það er hugsanlegt í framtíðinni já," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent