Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 14:28 Engin starfsemi verður í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafa verið uppfyllt. Vísir/Anton Brink Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00